Vísindadagar í næstu viku

22.okt.2015

IMG_2809

Mynd frá vísindadögum 2014.

Líkt og undanfarin ár verður skólastarfið á önninni aðeins brotið upp með vísindadögum. Þeir hefjast miðvikudaginn 28. október og standa út vikuna.
Í vinnu á vísindadögum er ætíð sama upplegg. Fyrsta daginn afla nemendur gagna, annan daginn er unnið úr gögnunum og þriðja og síðasta daginn eru svo kynningar undirbúnar og afrakstur vinnunnar sýndur.
Að þessu sinni munu FAS og aðrar stofnanir í Nýheimum vinna saman. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að kynna fyrir nemendum þá blómlegu starfsemi sem er í húsinu og hins vegar að nýta þann mannauð sem er í Nýheimum.
Á morgun föstudag klukkan 11:55 verður kynnt hvaða verkefni eru í boði. Kynningin fer fram í fyrirlestrasal Nýheima. Að kynningu lokinni geta nemendur skráð sig í hópa. Gert er ráð fyrir að allt að tíu nemendur geti verið í hverjum hópi.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...